N1 mótið á Akureyri er stærsta mótið hjá 5. flokki karla yfir sumartímann. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1986. Í ár var þetta fjölmennasta mótið frá upphafi. Það hefur oft verið talað um að það sér erfiðara að vinna N1-mótið heldur en að verða Íslandsmeistari.
Einnig eru mörg lið sem hafa tekið þátt í mörg ár án þess að vinna til verðlauna. Þessa helgina gekk allt upp. Við unnum fimm leiki í riðlinum og töpuðum einum leik á móti liði Keflavíkur sem við áttum eftir að mæta aftur í úrslitaleiknum. Enduðum í öðru sæti riðilsins á eftir Keflavík.
8-liða
HK-Þróttur V ... 1-3 (0-2
Undanúrslit
Þróttur - Grótta ... 2-0 (0-0)
Úrslit:
Keflavík - Þróttur ... 1-1 (1-0) 1-3 í vítakeppni. Keflavík þurfti ekki að taka síðasta vítið.
Það var margt í gangi fyrir utan boltann fyrir norðan, farið í bíó, keilu, ísferðir og margt fleira. Þjálfari strákana er Jón Ásgeir og óskum við honum, foreldrum, strákunum og félaginu öllu innilega til hamingju með sigurinn á mótinu. Þetta er stórsigur fyrir félagið og mikið afrek að vinna mótið. En 28. lið voru skráð í þeirra styrkleikaflokki.
Okkur langar okkur að þakka fararstjórunum Friðriki Valdimar og Möggu Lenu fyrir óeigingjarnt starf. Fjöldi foreldra mætti norður þessa helgina og tóku að sér verkefni í kringum liðið. Kunnum við öllum þeim bestu þakkir fyrir. Þetta var ein stór liðsheild (Þróttarafjölskyldan) innan vallar sem utan sem skóp þennan glæsilega árangur um helgina.
Roberto Piano tók þessar frábæru myndir og kunnum við honum bestu þakkir fyrir að fá að deila þeim með öðrum Þrótturum.
Þróttur Vogum N1-móts meistarar 2015 í flokki E-liða
Strákarnir ásamt Jóni Ásgeiri þjálfara
5. flokkur karla
Meistararnir ásamt fjölskyldum sínum