Bikarkeppni KSÍ 2017, 32-liða úrslit,
Þróttur V-Stjarnan, Vogabæjarvöllur kl. 19:15
Stjarnan varð Íslandsmeistari árið 2014 og hefur tvívegis komist í bikarúrslit á síðustu árum. Í fyrra hafnaði Stjarnan í 2. sæti í Pepsídeildinni. Það verður því mikið um dýrðir á Vogabæjarvelli þegar Stjarnan efsta lið Pepsídeildar (Úrvalsdeild) kemur á Vogabæjarvöll.
Hvetjum alla til að vera tímanlega á völlinn. Stofnfiskstúkan tekur 192 í sæti og því hvetjum við stuðningsmenn/konur Þróttar og Stjörnunnar að nota manirnar í kringum völlinn.
Miðaverð: 1500kr fyrir 18. ára og eldri
Frítt inn fyrir 17. ára og yngri
Stuðningsmenn Þróttar og aðrir Vogabúar geta sótt um eldsneytislykil. Með því fær viðkomandi 7 krónu afslátt af hverjum lítra og einnig fær barna og unglingastarfið hjá Þrótti 2 krónur á hvern lítra í hvert skipti sem eldsneyti er tekið hjá AÓ.
Í hálfleik fá fimm áhorfendur tækifæri til að vinna sér inn veglega inneign hjá AÓ með því að taka þátt í bráðabana-sláarkeppni.
Hægt verður að kaupa Þróttaravarning og annað góðgæti í Þróttarasjoppunni fyrir leik.
ÁFRAM ÞRÓTTUR Í BLÍÐU OG STRÍÐU/ALLIR Á VÖLLINN!