Þróttur tapaði naumlega í úrslitaleik 4. deildar

Þróttarar geta gengið stoltir frá verkefni sumarins þrátt fyrir tap í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil 4. deildar. Andri Gíslason kom liðinu yfir 1-0 á 44. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Vængir jöfnuðu á 83. mínútu og því þurfti að grípa til framlengingar. Mikið jafnræði var með liðunum og ekkert mark kom í framlengingunni. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þróttur brenndi af einni spyrnu og gestirnir skoruðu úr öllum sínum.

Þróttur getur vel við unað eftir árangur sumarsins. Komnir í 3. deildina.

Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Rúnar Arnarsson stjórnarmaður hjá KSÍ afhentu liðunum gull og silfurverðlaunin í leikslok.






 

Ásgeir bæjarstjóri í miðjunni ásamt fulltrúum KSÍ