Þróttur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni 3. deildar

Þriðjudaginn 28. júlí leikur meistaraflokkur Þróttar í knattspyrnu mikilvægan leik í 3. deildinni. Þá sækja Þróttarar lið Álftaness heim í leik sem fer fram á Bessastaðavelli á Álftanesi og hefst kl. 20:00. Það hefur verið mikið skrið á liði Þróttar að undanförnu og hafa þrír síðustu leikir unnist.
Leikurinn gegn Álftanesi er mjög mikilvægur í baráttunni um sæti í úrsliltakeppni 3. deildar. Fyrir leikinn eru bæði lið með 16 stig í 2.-3. sæti B-riðils, en efstu tvö liðin komast áfram í úrslitakeppnina. Allir stuðningsmenn Umf. Þróttar eru því hvattir til að fjölmenna á leikinn á þriðjudagskvöldið og styðja strákana til sigurs.

ÁFRAM ÞRÓTTUR!