Þróttur fallinn með sæmd úr bikarkeppninni

Meistaraflokkur Þróttar lögðu land undir fót í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins og léku við Magna frá Grenivík. Þar sem vetur konungur hefur verið þaulsetinn á norðurlandi var ekki unnt að spila leikinn á Grenivík og hann því spilaður í Boganum á Akureyri. Magni gerði út um leikinn á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik og skoruðu þá bæði mörk leiksins, sem endaði 2-0 fyrir heimamenn. Þróttarar áttu marga góða spretti í leiknum, sérstaklega í síðari hálfleik. Þar með endar þátttaka Þróttar að þessu sinni í Borgunarbikarnum.

Hér (http://fotbolti.net/news/29-05-2013/steini-gunn-duttum-adeins-of-aftarlega) má sjá viðtal við þjálfara Þróttar, Þorstein Gunnarsson, að leik loknum.

Félagið er hins vegar efsta sæti í sínum riðli í 4.flokki ásamt KSG sem einnig er taplaust eftir fyrstu tvær umferðirnar. Næsti heimaleikur er miðvikudaginn 5. júní þegar félagið mætir einmitt KSG. Það verður því sannkallaður toppslagur í Vogum næsta miðvikudag.