Þróttarar með sigurleik

Þróttur Vogum sigraði lið KFS um helgina á Vogavelli 3-1 eftir að staðan var 1-0 í hálfleik. Þróttarar byrjuðu leikinn mun betur en KFS og skoraði Reynir Þór Valsson mark á 35. mínútu. Þróttarar voru óheppnir að fara ekki með meiri forystu í hálfleikinn. KFS byrjuðu seinnihálfleikinn mun betur og áttu skot í slá og tóku öll völd á vellinum. Það var síðan Freyr Brynjarsson handboltakempa sem var búinn að vera inná vellinum í 2. mínútur sem kom Þrótturum í 2-0. Nokkrum andartökum seinna minnkaði KFS muninn úr vítaspyrnu. Það var síðan í blálokin sem Þróttarar innsigluðu 3-1 sigurinn þegar Garðar Ingvar Geirsson innsiglaði sigurinn þegar KFS menn voru búnir að henda öllum fram til að jafna leikinn.
 
Góður sigur hjá Þrótturum gegn einu af toppliðunum. Þróttarar deila efsta sætinu með KFG sem eru með betri markatölu. Næsti leikur Þróttara verður þriðjudaginn 25. júní á Vogavelli gegn Afríku.