Þróttarar blása til sóknar

 Knattspyrnuþing í Vogum laugardaginn 16. Nóvember nk. 
Íþróttamiðstöðin 13:00 – 16:00. 

Við ætlum að gera þetta saman. 

Við Þróttarar erum farnir að horfa til framtíðar. 
Núna þegar knattspyrnutímabilinu er formlega lokið 2013 þá ætlum við að blása til fótboltaþings sem ber heitið „Hvar viljum við standa í fótboltanum 2020“ Vinna að sjö ára áætlun sem er endurskoðuð ár hvert. Þetta þing verður haldið laugardaginn 16. Nóvember 2013. 
En nú má segja að með þessari nýju sumar aðstöðu sem við erum komin með sé komið að tímamótum í fótboltanum hér í bæ því nú þarf að horfa til framtíðar. Hvar viljum við standa í fótboltanum í Vogum árið 2020?


Markmið fundarins er að fá allt knattspyrnuáhugafólk í Vogum saman til þess að taka þátt í mótun hugmynda um framtíðarsýn fótboltans í bænum.
Fyrirkomulag fundarins verður svokallað heimskaffi og þannig gefst öllum tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri.

Fundargestum er skipt niður á nokkur borð þar sem eitt umræðuefni er á hverju borði (t.d. starfsemi yngri flokkanna) og fyrirliði stjórnar umræðum. Eftir ákveðinn tíma fara allir nema fyrirliðinn frá borðinu og á það næsta til að ræða málin þar líka og í lok fundar koma fyrirliðar upp og taka saman helstu niðurstöður. 

Umræðuefni: 
Meistaraflokkur karla
Yngri flokkar
Framtíðar aðstaða
Leiðarljós/stuðningsfólk

Það er hugur í okkur sem stýrum félaginu, framtíðin er björt hjá Þrótti. Langar okkur að hvetja alla til að koma og leggja sitt á vogarskálarnar. 

Sjáumst 16. nóvember.