Þróttarakaffið rúllar vel af stað

Fyrsta Þróttarakaffi vetrarins fór fram núna á laugardaginn var. Góð mæting var og við þetta sama tækifæri var stofnuð "Tippdeild Þróttar."
Nú þegar eru skráð til leiks átta lið þrátt fyrir að rúm vika sé í að Getraunastarfið byrji formlega.
 
Liðin sem skráðu sig síðasta laugardag eru:

The Red Devils
BB United
FC Hallgríms
Biggi & Jón Ingi
Fc 190
Gunnrik
Ströndin FC
Steini & Þórhallur
Helli & Kitty
 
Við minnum á að það er ennþá rúm vika til stefnu ef þú villt taka þátt í innafélagsdeildinni okkar, ef þú hefur ekki áhuga á að vera með í henni þá geturu samt komið og tippað eða bara kíkt á okkur í kaffi. Það myndaðist góð stemming og voru teknar upp gamlar leikskýrslur frá fyrri árum og menn að rifja upp gömlu góðu daganna. Einnig kom upp sú hugmynd hjá nokkrum hvort það ætti að stofna formlega oldboyslið og verður athyglisvert að heyra hvert hugmyndin verður komin í næsta Þróttarakaffi.

Við hvetjum alla til að mæta næsta laugardag klukkan 11.00 í Íþróttamiðstöðina Vogum.

 


Góð mæting