Þróttarakaffi á laugardögum í vetur

Við hjá Þrótti Vogum ætlum að efla félagsstarfið enn frekar hjá okkur í vetur og verðum með opið hús í Íþróttamiðstöðinni Vogum alla laugardaga í vetur milli kl. 11 og 13. Þangað geta allir komið í kaffi, hitt gamla félaga og kynnst nýjum úr okkar skemmtilega hópi.
 
Við byrjum formlega laugardaginn 9. janúar  Enn fremur geta allir tekið þátt í innanfélagsleik okkar í getraunum og sýnt snilli sína á því sviði. Kunnir þú ekki að tippa þá eru sérfræðingar okkar boðnir og búnir að aðstoða þig. Hafir þú ekki áhuga á að tippa er það líka í góðu lagi svo framarlega sem þú mætir með góða skapið. Hlökkum til að sjá þig.


Reglur leiksins:

Getraunaleikur Þróttar 2016.

1.Hópleikurinn er öllum opinn sem vilja taka þátt í getraunastarfi Þróttar Vogum  190. Tveir einstaklingar mynda hvern hóp og gefa honum nafn til aðgreiningar frá öðrum  hópum.  Þátttökugjald er kr. 5.000,¬ fyrir hópinn (2500kr á mann)  og greiðist í síðasta lagi við  skráningu.

2. Hópunum er síðan skipt í riðla.

3. Hópurinn sendir inn tvo seðla á þar til gerð blöð sem Þróttara¬getraunir láta í té,  þessir tveir seðlar skulu hvor um sig innihalda 7 leiki með einu merki og 6 leiki með  tvítryggingu.

4. Raðirnar skulu vera komnar til Þróttara-getrauna fyrir lokun sölukerfis Íslenskra  getrauna.  Tekið er á móti röðunum á laugardögum í Íþróttamiðstöðinni við  Hafnargötu frá kl. 11:00 til 13:00.  Einnig er hægt að senda raðirnar á netfangið 1x2@throttur.net eða hringja á laugardögum í síma 8653722.

5. Riðlakeppnin stendur yfir í 6 vikur.  Að lokinni riðlakeppni fara efstu liðin úr hverjum  riðli í einn úrvalsdeildarriðil þar sem keppt er í fjórar vikur, neðstu liðin fara í  Vogaídýfudeildina þar sem er sama fyrirkomulag.  Efstu liðin úr hvorum riðli keppa  síðan til úrslita um sæmdarheitið Getraunameistari Þróttara¬getrauna & Vogaídýfumeistarinn. Samhliða Getraunadeildinni fer fram bikarkeppni.

 6. Raðirnar sem hóparnir senda inn fara ekki sjálfkrafa í sölukerfi Íslenskra  getrauna, heldur þarf hver hópur að senda þær þangað sérstaklega eða biðja  sölumenn Þróttara¬getrauna að senda þær.

7. Gleymi hópur að senda inn raðir eina vikuna þá gildir lægsta skor vikunnar í þeim  riðli sem viðkomandi hópur er í.

8. Þegar spilað er í úrslitum eða lið eru jöfn í riðlakeppninni þá kemst það lið áfram  sem hefur færri tvítryggingar réttar.  Sé enn jafnt þegar tvítryggingar eru taldar, þá er  varpað hlutkesti.




Viðburðir og dagskrá Getraunaklúbbs Þróttar vorið 2016.
 
9. jan: Innanfélagsleikurinn hefst formlega og spilað í 10. vikur
16. jan: 2. Umferð 23. jan: 3. Umferð (Ný-bakað brauð og salat að hætti Þróttara)
 30. jan: 4. Umferð
 6. feb: 5. Umferð (Rjúkandi heit súpa og ný-bakað brauð) Allir á Þorrablótið um kvöldið !!!
13. febrúar: 6. Umferð og liðunum raðað í Úrvalsdeild og Vogaídýfudeild. 
20. feb: Úrslitakeppni hefst í Úrvalsdeild og Vogaídýfudeild. 1. umferð
27. feb: 2. Umferð
5. mar: 3. Umferð og úrslitin ekki birt
13. mar 4. umferð Lokahófið haldið sama dag

(Ath Bikarkeppni verður auglýst síðar) Kvöldið (20:00) verður lokahófið haldið stæl. Rjómi ársins, bikarmeistarar, og ekki má gleyma hápunkti kvöldsins þegar Getraunameistarar Þróttar verða  krýndir. Í boði verða léttar veitingar.

Glæsileg verðlaun !!!!