Þrettándagleði Sveitarfélagsins Voga 2012

Þrettándagleði Sveitarfélagsins Voga 2012 verður haldin föstudaginn 6. janúar  kl. 18:00

Kyndlaganga ásamt kóngi og drottningu í broddi fylkingar,  hefst við félagsmiðstöð.  Gengið verður niður Hafnargötuna, inn á göngustíg í átt að skólanum og endað hjá brennunni við skólann.  Kveikt verður í bálkestinum á áfangastað þar sem verður sungið og trallað ef veður leyfir.  Flugeldasýning á vegum björgunarsveitarinnar Skyggnis verður við brennuna.
Eftir flugeldasýninguna höldum við í Tjarnarsalinn, þar sem verður smá gleði, sungið og dansað með hljómsveitinni Framkomu.

Allir 12 ára og yngri fá glaðning.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjá skemmtilega búninga.

Nú er um að gera  að finna gömlu búningana sína og skella sér í göngu og hafa gaman saman.

Boðið verður uppá andlitsmálun fyrir yngri krakkana í félagsmiðstöðinni frá klukkan 16:00-17:45

OPIÐ….AFSLÁTTUR
Flugeldamarkaður björgunarsveitarinnar Skyggnis verður opinn á þrettándanum frá kl 14:00-17:00.

Björgunarsveitin Skyggnir,  Lionsklúbburinn Keilir, Kvenfélagið Fjóla, Ungmennafélagið Þróttur, Félagsmiðstöð og Sveitarfélagið Vogar

Nánari upplýsingar fást í félagsmiðstöðinni í síma 440-6224