Þrettándagleði verður í Vogunum miðvikudaginn 6. janúar kl. 18:00. Gleðin hefst með kyndilgöngu frá Félagsmiðstöðinni. Gengið verður niður Hafnargötuna, inn Vogagerðið og alveg út að Álfagerði, verður síðan gengið Ástarbrautina að brennunni við skólann.
Kveikt verður í bálkestinum á áfangastað þar sem verður þar sungið og trallað. Flugeldasýning á vegum björgunarsveitarinnar Skyggnis verður við brennuna. Eftir flugeldasýninguna verður farið í Tjarnarsalinn þar sem verður smá gleði, sungið og dansað. Veitt verða verðlaun fyrir þrjá skemmtilega búninga og allir 12 ára og yngri kom til með að fá glaðning.
Nú er um að gera að finna gömlu búningana sína eða búa til nýja og skella sér í þrettándagöngu og hafa gaman saman. Boðið verður uppá andlitsmálun fyrir yngri krakkana í félagsmiðstöðinni frá klukkan 16:00-17:50.
Athygli er vakin á því að Flugeldamarkaður Björgunarsveitarinnar Skyggnis verður opinn á þrettándanum frá 15:00 til 18:00.
Þrettándagleðin er samstarfsverkefni Björgunarsveitarinnar Skyggnis, Lionsklúbbsins Keilis, Kvenfélagsins Fjólu, Ungmennafélagsins Þróttar og Sveitarfélagsins Voga.
Nánari upplýsingar fást í félagsmiðstöðinni í síma 440-6224.