Þrettándagleði færð til laugardags

´Vegna veðurs hefur Þrettándagleði verið færð til laugardags 8. janúar, 2010.

Kyndlaganga ásamt kóngi og drottningu í broddi fylkingar, hefst  kl. 18.00við félagsmiðstöð.
Gengið verður frá félagsmiðstöðinni að brennunni við skólann.  Kveikt verður í bálkestinum á áfangastað þar sem sungið verður og trallað.
Flugeldasýning á vegum björgunarsveitarinnar Skyggnis verður við brennuna.
Eftir flugeldasýninguna höldum við í Tjarnarsalinn, þar sem gleðin heldur áfram.
Veitt verða verðlaun fyrir skemmtilegustu búningana.
Nú er um að gera  að finna gömlu búningana sína og skella sér í göngu og hafa gaman saman.
Foreldrafélag 10. bekkjar mun vera með kaffisölu í Tjarnarsalnum á góðu verði.
Boðið verður uppá andlitsmálun fyrir yngri krakkana í félagsmiðstöðinni frá klukkan 17:00-17:58

OPIÐ - AFSLÁTTUR
Flugeldamarkaður björgunarsveitarinnar Skyggnis verður opinn á miðvikudeginum 5. janúar frá 17:00-19:00 og síðan aftur á þrettándanum
frá 13:00-17:00.

Björgunarsveitin Skyggnir, Lionsklúbburinn Keilir, Kvenfélagið Fjóla, Ungmennafélagið Þróttur, Félagsmiðstöð og Sveitarfélagið Vogar.

Nánari upplýsingar fást í félagsmiðstöðinni í síma 440-6224