Sunnudaginn 6. janúar kl 16:30 fara álfar, tröll og aðrar verur af stað frá félags- og íþróttamiðstöðinni, með kóng og drottningu í broddi fylkingar. Kveikt verður í bálkestinum á áfangastað sem verður vestan megin við Stóru- Vogaskóla og verður þar sungið og trallað. Jafnframt verður kveikt í brennunni norðan megin við íþróttahúsið, en þar verður engin dagskrá.
Flugeldasýning á vegum Skyggnis verður við brennuna.
Eftir flugeldasýninguna höldum við í Tjarnarsalinn, þar sem verður gleði, sungið og dansað.
Allir 12 ára og yngri fá glaðning.
Nú er um að gera að finna gömlu búningana sína og skella sér í göngu og hafa gaman.
Foreldrafélag 7. bekkjar mun sjá um kaffisölu í Tjarnarsalnum á góðu verði.
Andlitsmáling fyrir yngri krakkana verður í félagsmiðstöðinni frá klukkan 15:15-16.30
OPIÐ 30% AFSLÁTTUR
Flugeldamarkaður björgunarsveitarinnar Skyggnis verður opinn á laugardaginn frá kl 13:00-19:00 og á sunnudaginn frá kl 13:00.
Björgunarsveitin Skyggnir, Lionsklúbburinn Keilir, Kvenfélagið Fjóla, Ungmennafélagið Þróttur, Félagsmiðstöð og Sveitarfélagið Vogar
Nánari upplýsingar fást í félagsmiðstöðinni í síma 424-6882