Þrettándagleði aflýst vegna veðurs

Annað árið í röð ætlar veðrið að setja strik í reikninginn og sú ákvörðun hefur verið tekin að aflýsa fyrirhugaðri þrettándagleði, sem fara átti fram í dag kl 18:00.
Spáin fyrir laugardaginn 9.janúar er hins vega mjög góð og verður þrettándagleðin haldin þá, kl 17:00.

Þá lítur dagskráin svona út:
Kyndlaganga ásamt kóngi og drottningu í broddi fylkingar, hefst við félagsmiðstöð kl 17:00. Gengið verður niður Hafnargötuna, inn á göngustíg í átt að skólanum og endað hjá brennunni við skólann. Brennan er í boði Lions.

Eftir brennuna höldum við í Tjarnarsalinn, þar sem verður smá gleði, sungið og dansað. 10. bekkur verður með kaffi og kakósölu til styrktar lokaferðarinnar sinnar.
Kaffi eða kakó + kleina kr 350. (enginn posi)

Allir 12 ára og yngri fá glaðning.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjá skemmtilega búninga.
Nú er um að gera  að finna gömlu búningana sína og skella sér í göngu og hafa gaman saman.

Boðið verður uppá andlitsmálun fyrir yngri krakkana í félagsmiðstöðinni frá klukkan 16:00-16:50
OPIÐ - AFSLÁTTUR
Flugeldamarkaður Björgunarsveitarinnar Skyggnis
verður opinn 6.1. frá kl 14:00-17:00

Lionsklúbburinn Keilir, Kvenfélagið Fjóla, Félagsmiðstöðin Boran
og Sveitarfélagið Vogar