Þorrablót var haldið hér í leikskólanum Suðurvöllum þann 2. febrúar. Að vanda var eldri borgurum sveitarfélagsins boðið til hádegisverðar. Það er alltaf tilhlökkunarefni að fá þau í heimsókn. Börnin föndruðu víkingahjálma og að sjálfsögðu var hrísgrjónagrautur og alls kyns þorramatur á boðstólnum. Þetta var mjög ljúf stund sem við áttum saman. Það var sungið af innlifun í íþróttasalnum við undirleik Heiðu. Einhverjir höfðu orð á því að það yrði gaman þegar þjónustumiðstöðin myndi opna handan við götuna. Þá yrðum við öll eins og gráir kettir í garði hvers annars.