Fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar veitir íbúum Voga þjónustu samkvæmt Barnaverndarlögum nr. 80/2002 og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Vegna kórónuveirunnar og í samræmi við aðgerðaráætlun Suðurnesjabæjar og Sv. Voga um órofna starfsemi og þjónustu vegna COVID-19 smithættu verða breytingar á starfsemi og aðgengi að ráðhúsum sveitarfélaganna. Íbúar sem eiga erindi í þjónustuver til að fá ráðgjöf eða sækja um þjónustu eru hvattir til að senda tölvupóst á afgreidsla@sudurnesjabaer.is eða hringja í 425-3000.
Afgreiðslur ráðhúsanna í Garði og Sandgerði verða opnar virka daga frá kl. 11:00 – 13:00 og gildir það í óákveðinn tíma. Opnunartímar geta breyst með stuttum fyrirvara og verða breytingar auglýstar ef til kemur á heimasíðu Suðurnesjabæjar. Starfsfólk mun áfram leggja áherslu á að veita góða þjónustu en biðjum viðskiptavini um að sýna þolinmæði í ljósi aukins álags.