Þjóðleiðarganga laugardaginn 30. maí

AF STAÐ á Reykjanesið  4. ferð – Selvogsgata-gömul þjóðleið 18 km
 
Þjóðleiðarganga laugardaginn 30. maí kl. 11.00
 
Gangan hefst við slysavarnaskýli á Bláfjallaleið, neðan Grindarskarða. (Ekið frá Hafnarfirði, Krýsuvíkurleið þangað til að komið er að stóru skilti sem á stendur Bláfjöll þar er beygt til vinstri og ekið í um 10 mín. að slysavarnaskýli.)
Selvogsgatan er gömul þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Gengið verður um Grindarskörð, Hvalsskarð og Strandardal. Hlíðargatan síðan gengin  að Hlíðarvatni í Selvogi. Leiðin er  um 18 km og tekur um 6 - 7 tíma. Þessi leið var fjölfarin áður en bílvegir komu til sögunnar um miðja síðustu öld. Gott er að vera með nesti og í góðum skóm og hlífðarfatnaði . Allir eru á eigin ábyrgð. Þátttökugjald er kr. 2500.

Gangan er fjórði hluti af tólf menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem farnar eru með leiðsögn sumarið ´09. Boðið er upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð. Eftir 6 - 12 ferðir er hægt að vera með í potti sem dregið verður úr í síðustu ferð. Einhverjir þrír fá góð gönguverðlaun. Göngufólk er beðið um að muna eftir að taka þátttökuseðla með í ferðir. Sjá nánar um ferðir á www.sjfmenningarmidlun.is  og eins ef um breytingar er að ræða.


Umsjónarmaður gönguverkefnis
AF STAÐ á Reykjanesið
Sigrún Jónsd. Franklín
sjf@internet.is/6918828