Þjóðháttakynning, hreindýrabúskapur

Í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a Grindavík, sumard. fyrsta 23. apríl frá kl. 15-17

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi á Grænlandi fjallar um hreindýr á Grænlandi og í Noregi. Stefán er mikill ævintýramaður. Hann hefur  búið á Grænlandi í mörg ár og rekur þar stórt hreindýrabú. Hér er því um einstakt tækifæri að fræðast um hreindýr og hreindýrabúskap.
 
Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja  mun fjalla um sögu hreindýra á Reykjanesskaga. Hugmyndir eru um að koma upp hreindýrastofni á Reykjanesskaga.

Vonandi verða fjörugar umræður á eftir. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir.

Í Salthúsinu, veitingahúsi er boðið upp á hreindýrasteik á góðu verði, sjá
http://salthusid.is

Þjóðháttakynningin er liður í menningar- og viðburðadagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar ´09. Athugið að um breytta dagsetningu er að ræða 23. apríl í stað 2. maí sjá viðburðadagskrá á http://grindavik.is

Nánari upplýsingar gefur
Sigrún Jónsd. Franklín
verkefnastjóri
gsm 6918828
sjf@internet.is
www.sjfmenningarmidlun.is