Tendrun jólatrés í Aragerði 7. desember

Sunnudaginn 7. desemberverður aðventumessa kl 15:00 í Kálfatjarnarkirkju.

Sama dag kl. 17:00 verða jólaljósin tendruð á jólatrénu í Aragerði.
Séra Kjartan Jónsson flytur hugvekju og kirkjukórinn mun syngja nokkur lög undir stjórn Franks K. Herlufsens.

Einnig munu nemendur í 1. bekk Stóru-Vogaskóla syngja og heyrst hefur að einhverjir af
þeim jólasveinabræðrum muni kíkja við og jafnvel með glaðning í pokahorninu fyrir stillt börn.

Þess má geta að krakkarnir á leikskólanum Suðurvöllum bjuggu til skrautið sem prýðir jólatréð.

Krakkarnir í 10. bekk Stóru- Vogaskóla verða með heitt súkkulaði
og annað góðgæti til sölu til styrktar lokaferðar þeirra.


Mynd: Steinar Smári Guðbergsson