Tæknismiðja starfar á þriðjudagskvöldum frá kl. 20:00 til 22:00

Ákveðið hefur verið að fara af stað með starfsemi í tæknismiðju sem staðsett er í gamla Skyggnishúsinu.

Um tilraunaverkefni er að ræða en tæknismiðjan verður fyrst um sinn opin á þriðjudagskvöldum frá kl. 20:00 – 22:00.

Tilgangur tæknismiðju er að börn og unglingar geti komið saman og unnið að skemmtilegum og uppbyggilegum verkefnum undir leiðsögn.

Starfið verður ætlað unglingum í 7. – 10. bekk í sveitarfélaginu.

Hlöðver Kristinsson mun hafa viðveru í tæknismiðju og honum til aðstoðar verður starfsmaður úr félagsmiðstöðinni Borunni.

Möguleg verkefni eru fjölmörg og eru allir hvattir til að koma með hugmyndir að hugsanlegum verkefnum tæknismiðju. Það væri vel þegið ef fólk vill leggja til verkfæri, áhöld, efni, eða hvað annað sem gæti nýst í slíku starfi. 

Nánari upplýsingar veita  Hlöðver s: 894-3970 og Stefán s: 867-8854