1. - 3. bekkur og 4.-7. bekkur
Á námskeiðinu verða um 100 kíló af tækni-LEGO-kubbum. Kennslan er einstaklingsmiðuð og krakkarnir læra að nota t.d. tannhjól, gírun, mótora og fleira og fá aðstoð við að skapa sín eigin módel.
Hópur: Námskeiðið er þrjú skipti sem eru 1,5 klst í senn:
1.-3. bekkur: Miðvikud: 26. nóv., 03. des. og 10. des. frá 14:30 – 16:00
4.-7. bekkur: Miðvikud: 26. nóv., 03. des. og 10. des. frá 16:00 – 17:30
Leiðbeinandi: Jóhann Breiðfjörð. Starfaði í 5 ár sem hönnuður, hugmyndasmiður og ráðgjafi hjá leikfangafyrirtækinu LEGO og hefur undanfarin misseri haldið fjölmörg “Tækni-LEGO námskeið” innan skóla, í félagsmiðstöðvum og á vegum Mímis símenntunar.
Staðsetning: Stofa 7 í Stóru-Vogaskóla
Þátttökugjald: Samtals 3.400 kr. Greiðist í fyrsta tíma. Ekki er gert ráð fyrir því að þátttakendur í hverjum hópi séu fleiri en 12.
Skráning: johann@nyskopun.com (vinsamlegast takið fram: skóla, nafn, bekk og símanúmer).
Upplýsingar: Jóhann: 6978692
Sjá nánar:
http://nyskopun.com/lego_namsk.htm