Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Sveitarfélagið Vogar auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs. Leitað er að öflugum leiðtoga til að leiða áfram þau verkefni sem fram undan eru á sviðinu. Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslusviðs ber ábyrgð á daglegri fjármálastjórn sveitarfélagsins og stýringu sviðsins. Undir sviðið heyrir m.a. reikningshald, fjárreiður og launavinnsla ásamt fjölskyldu- og menningarmálum. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs heyrir beint undir bæjarstjóra og er staðgengill hans.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Daglegur rekstur og stjórn fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Umsjón með undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni fjárhagsáætlana
  • Dagleg umsýsla með fjármálum sveitarfélagsins, bókhaldi og reikningsskilum
  • Regluleg upplýsingagjöf til annarra stjórnenda og bæjarstjórnar um fjárhagsmálefni sveitarfélagsins
  • Yfirumsjón með mannauðsmálum og launavinnslu
  • Stoðþjónusta við önnur fagsvið og allar stofnanir
  • Umsýsla fundarboða og fundargerða ásamt afgreiðslu erinda bæjarráðs og bæjarstjórnar
  • Ábyrgð á uppfærslum á samþykktum, reglum og gjaldskrám sveitarfélagsins
  • Umsjón með samstarfssamningum
  • Yfirumsjón með menningarmálum, íþrótta- og tómstundamálum og öðrum fjölskyldutengdum málefnum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Víðtæk þekking og farsæl reynsla af fjármálum, rekstri og áætlanagerð
  • Farsæl stjórnunarreynsla
  • Leiðtogahæfni og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar
  • Geta til þess að vinna undir álagi
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu.
Um er að ræða 100% starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl 2023
Nánari upplýsingar veita Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is, og Þórdís Sif Arnarsdóttir, thordis@hagvangur.is.
Sótt er um starfið á hagvangur.is