Sveitarfélagið Vogar óskar eftir starfsmanni í umhirðu grasvalla og opinna svæða sveitarfélagsins

Sveitarfélagið Vogar leitar að öflugum og sjálfstæðum einstaklingi til að hafa umsjón með grasvöllum sveitarfélagsins, umhirðu þeirra og nærumhverfi. Ásamt öðrum verkefnum á opnum svæðum, lóðum og lendum í landi sveitarfélagsins. Um er að ræða tímabundið starf til 30. september með möguleika á framtíðarstarfi. Starfsstöðvar viðkomandi starfsmanns eru í þjónustumiðstöð og íþróttamiðstöð sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er til 11. maí. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með grasvöllum sveitarfélagsins og öðrum opnum svæðum
  • Verkstýra starfsmönnum á sumrin
  • Ábyrgð á því að tæki séu í lagi
  • Einnig felst í starfinu garðsláttur, umhirðuverkefni á opnum svæðum, almennt viðhald og ýmsar verklegar framkvæmdir á vegum þjónustumiðstöðvar.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla eða menntun í garðyrkju er kostur
  • Reynsla af verkstjórn
  • Reynsla og ánægja af vinnu með börnum/unglingum
  • Geta til að vinna sjálfstætt og taka frumkvæði og vera lausnamiðaður
  • Jákvætt viðhorf, góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Vinnuvélaréttindi
  • Kunnátta til að viðhalda tækjabúnaði er kostur
  • Hreint sakavottorð
  • 20 ára eða eldri

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja.

Með umsókn þarf að fylgja stutt greinagerð um ástæður þess að viðkomandi sækir um ofangreint starf. Allir eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Stefán Gunnarsson íþrótta- og tómstundafulltrúi gudmundurs@vogar.is eða Davíð Viðarsson sviðstjóri skipulagssviðs david@vogar.is Umsókn skal send á ofangreind tölvupóstföng.