Sveitarfélagið Vogar í alhliða rekstrarþjónustu hjá Skýrr. Ný símanúmer

Sveitarfélagið Vogar hefur samið við Skýrr um heildarlausn á sviði rekstrarþjónustu í upplýsingatækni. Samningurinn kveður meðal annars á um innleiðingu á kerfisleigu, afritun gagna og VoIP-símalausn fyrir alla starfsemi sveitarfélagsins, þar með talið eru bæjarskrifstofur, skóli, leikskóli, íþróttahús og frístundamiðstöð. Sveitarfélagið mun jafnframt sækja til Skýrr tölvurekstrarþjónustu og umsjón með Microsoft-hugbúnaðarleyfum.

SKILVIRKUR OG ÖRUGGUR REKSTUR
Markmið samvinnunnar við Skýrr er að bæta vinnuaðstöðu starfsmanna og gera rekstur sveitarfélagsins enn skilvirkari, ásamt því að samræma alla þætti á sviði upplýsingatækni og auka stafrænt öryggi. Skýrr hefur áratugareynslu af kerfisleigu og tölvurekstrarþjónustu og uppfyllir ströngustu kröfur atvinnulífsins um afköst, áreiðanleika og öryggi. Sveitarfélagið býst við miklu af þessum nýja samstarfsaðilaþ Samhliða samningnum við Skýrr hefur sveitarfélagið ákveðið að stórefla upplýsingatæknimál í grunnskólanum Stóru- Vogaskóla með innleiðingu fartölvuvagna fyrir nemendur og bættu innraneti.

NÝ SÍMANÚMER
Samhliða breytingu yfir í nýtt símkerfi var tekin ákvörðun um að samræma símanúmer sveitarfélagsins. Ný aðalnúmer stofnanna eru eftirfarandi:

Bæjarskrifstofur 440-6200
Stóru- Vogaskóli 440-6250
Heilsuleikskólinn Suðurvellir 440-6240
Íþróttamiðstöð 440-6220
Félagsmiðstöðin Boran 440-6225
Þjónustumiðstöðin Álfagerði 440-6228
Bókasafn 440-6289

Hægt er að nálgast símanúmer og netföng í starfsmannalistanum hér til hliðar.