Sveitarfélagið Vogar auglýsir laust til umsóknar starf frístundaleiðbeinanda.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem snertir margar hliðar frístunda- og menningarstarfs. Unnið er með málefni eldri borgara, barna og ungmenna og íþróttamiðstöðvar auk menningarmála.

Meðal verkefna:
• Almenn skrifstofustörf
• Samhæfing viðburða á vegum frístunda- og menningarfulltrúa
• Umsjón með skipulagi og þátttaka í starfi félagsmiðstöðvar
• Umsjón með sumarstarfi félagsmiðstöðvar
• Fréttabréf og viðburðadagatal

Hæfni:
• Færni í mannlegum samskiptum
• Menntun og/eða reynsla af sambærilegum störfum
• Reynsla af skrifstofustörfum
• Gott tölvulæsi
• Frumkvæði
• Skipulagshæfileikar
• Sveigjanleiki
• Hæfni til að vinna sjálfstætt


Um tímabundið starf er að ræða, til loka júlí, 2017. Starfshlutfall er 80 %. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Upplýsingar um starfið gefur Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi í síma 440 6225 eða með tölvupósti á netfangið stefan@vogar.is
Laun fara eftir samningum Starfsmannafélags Suðurnesja og LN.
Umsóknafrestur er til og með 5. september, 2016. Umsóknum skal skilað á netfangið stefan@vogar.is