Sveitarfélagið og Meistaraflokkur Þróttar skrifuðu undir samstarfssamning

Sveitarfélagið Vogar og knattspyrnudeild Þróttar skrifuðu undir samstarfssamning á dögunum. Báðir aðilar taka heilshugar undir að starf Þróttar sé einn af hornsteinum samfélagsins í Vogum. Báðir aðilar vænta mikils af samstarfinu. Um er að ræða tímamótasamning og er þetta fyrsti samningur sem er gerður á milli Meistaraflokks Þróttar og Sveitarfélagsins Voga.

 

Fyrir hönd Þróttar skrifaði Marteinn Ægisson formaður deildarinnar, Friðrik V. Árnason og Oddur R. Þórðarson forseti bæjarstjórnar Voga.