Sveitarfélagið auglýsir nú laust til umsóknar nýtt starf bæjarritara.

Bæjarritari

Sveitarfélagið Vogar er staðsett á Suðurnesjum, u.þ.b. miðja vega milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Suðurnesin eru í mikilli sókn og örum vexti. Íbúar sveitarfélagsins eru nú um 1.300 talsins, og hefur fjölgað talsvert undanfarið. Talsverð uppbygging á sér nú stað í sveitarfélaginu, og búist við áframhaldandi vexti næstu ár. Rekstur sveitarfélagsins er í ágætu jafnvægi og efnahagurinn stendur vel.

Sveitarfélagið auglýsir nú laust til umsóknar nýtt starf bæjarritara.

Bæjarritari hefur yfirumsjón með fjármálum bæjarsjóðs og stjórnsýslu sveitarfélagsins, auk þess að vera staðgengill bæjarstjóra.

Verksvið:
- Umsjón og ábyrgð á fjármálum sveitarfélagsins
- Umsjón með að stjórnsýsla sveitarfélagsins sé samkvæmt lögum, reglum og stefnumörkun bæjaryfirvalda.
- Bæjarritari er ritari bæjarráðs og bæjarstjórnar.
- Undirbúningur og umsjón með gerð fjárhagsáætlana
- Önnur verkefni sem bæjarstjóri felur bæjarritara umsjón með

Hæfniskröfur:
- Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun (meistaragráða) er kostur.
- Reynsla af stjórnun og rekstri
- Reynsla af þátttöku í stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana
- Reynsla og þekking á sviði verkefnastjórnunar.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Geta til að sýna frumkvæði og rík skipulagshæfni
- Hæfni í mannlegum samskiptum

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi BHM félags. Ráðið er í starfið frá og með 1. janúar 2019. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri, netfang asgeir@vogar.is Umsóknarfrestur er til 12. desember 2018, og skal þeim skilað á netfangið skrifstofa@vogar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað þegar gengið hefur verið frá ráðningu.