Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt tillögu fræðslunefndar um að ráða Svövu Bogadóttur í starf skólastjóra Stóru- Vogaskóla. Bæjarráð býður Svövu hjartanlega velkomna og óskar henni farsældar í starfi.
Svava er deildarstjóri sérkennslu í Njarðvíkurskóla. Hún hefur góða menntun m.a. framhaldsmenntun í stjórnun og stjórnsýslu frá KHÍ og HÍ og fjölþætta reynslu í kennslu og stjórnun. Hún hefur gegnt stöðu skólastjóra, verið aðstoðarskólastjóri, fagstjóri og deildarstjóri í Hamarsskóla í Vestmannaeyjum og í Njarðvíkurskóla.
Umsækjendur um stöðu skólastjóra Stóru- Vogaskóla voru fimm, Hilmar Þór Hafsteinsson, Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir, Jón Rúnar Hilmarsson, Svava Bogadóttir og Valdimar Víðisson.