Sunnudagaskólinn í Álfagerði

Við óskum foreldrum og börnum gleðilegs árs og þökkum fyrir samveruna á liðnu ári.
Okkur langar mikið til að fá fleiri börn og foreldra til að taka þátt í barnastarfinu og viljum því prófa að færa okkur aftur yfir á sunnudaga kl. 11:00 í þeirri von að sá tími henti betur en laugardagarnir.              
Brúðurnar Mýsla og Rebbi verða á sínum stað ásamt Hafdísi og Klemma sem hafa slegið í gegn með skemmtilegum leikþáttum á DVD.  Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta, allir eru hjartanlega velkomnir, efnið er miðað við börn á aldrinum þriggja til átta ára. Allir aldurshópar ættu þó að geta notið þess sem boðið er upp á og lært margt um kristin viðhorf og gildi kristinnar trúar fyrir okkur í daglegu lífi.

Fyrsta samveran á nýju ári er sunnudaginn 15. janúar kl. 11:00 í Álfagerði.          

Börnin fá fallegar Biblíumyndir og litla gjöf. 
Með kærri kveðju og tilhlökkun.
Marta Guðrún og Kristjana.