Eftir áramótin hefur dregið úr aðsókninni og viljum við nú hvetja foreldra og
systkini til að koma með börnunum í sunnudagaskólann og njóta samveru í
notalegu umhverfi. Við syngjum saman, förum í leiki og sagðar eru Biblíusögur.
Mýsla og fjársjóðskistan eru á sínum stað og allir fá verkefni til að lita og teikna í lok stundarinnar.
Börnin fá bók að gjöf þegar þau koma.
Síðasta samveran er áætluð 20. mars og munum við þá breyta eitthvað til, en það verður kynnt síðar.
Með bestu kveðju. Kristjana, Marta og Frank.