Sundnámskeið

Eins og undanfarin ár mun Þróttur bjóða upp á sundnámskeið fyrir börn á leikskóla á aldrinum 4-6 ára. 
Námskeið hefst þriðjudaginn 12. apríl og endar fimmtudaginn 19. maí (6 vikur). 

Markmiðið er að börn aðlagist vatni, finni fyrir öryggi í vatninu og einnig verður farið í helstu sundtökin.  Leiðbeinandi  er Jóna Helena .

Námskeiðin verða á eftirfarandi tímum:
Þriðjudagar klukkan 16:15 og fimmtudagar klukkan 17:15. Hver tími er 40. mín.

ATHUGIÐ: Mikil aðsókn hefur verið á námskeiðin síðustu árin og  því rétt að skrá börn sem fyrst. (Hámark er 12 börn) Verð: 8500 krónur.

Skráning hefst miðvikudaginn 30. mars. Helstu upplýsingar:
Skráning á netfangið throttur@throttur.net. Ganga þarf frá greiðslu við skráningu á námskeið.
Við skráningu þarf að koma fram nafn og kennitala barns og forráðamanns.