Umsóknarfrestur um sumarstörf hefur verið framlengdur til 26. maí.
Sveitarfélagið Vogar auglýsir sumarstörf fyrir námsmenn laus til umsóknar. Um er að ræða átaksverkefni með stuðningi stjórnvalda vegna erfiðs atvinnuástands í samfélaginu. Störfin snerta líf bæjarbúa með ýmsum hætti og miða að því að gera bæinn okkar og umhverfið allt betra og fallegra.
Skilyrði sem þarf að uppfylla eru eftirfarandi:
Í undirbúningi eru ýmis verkefni, en það mun ráðast af umsóknum og fjölda þeirra í hvaða verkefni verður unnt að ráðast í.
Öllum umsóknum verður svarað, og leitast verður við að þeir umsækjendur sem uppfylla skilyrðin fái allir starf við hæfi.
Vignir Friðbjörnsson forstöðumaður umhverfis og eigna veitir nánari upplýsingar á netfanginu vignir@vogar.is
Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2020. Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið skrifstofa@vogar.is