Sumarstarf hjá Þekkingarsetri Suðurnesja

Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði óskar eftir starfsmanni í sumarafleysingar frá og með 3. júní til og með 30. ágúst. Sóst er eftir háskólanema í náttúrufræðum eða hugvísindum og æskilegt er að hann sé búsettur á Suðurnesjum. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af þjónustustörfum, mikla þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum og góða íslensku- og enskukunnáttu.

Starfið felur í sér umsjón með sýningum Þekkingarsetursins og móttöku gesta, textaskrif, þrif og önnur tilfallandi verkefni. Gert er ráð fyrir einhverri helgarvinnu.

Starfsumsókn ásamt ferilskrá skal send á netfangið: hanna@thekkingarsetur.is  fyrir 12. mars 2013.

Frekari upplýsingar um starfið má fá hjá Hönnu Maríu Kristjánsdóttur, forstöðumanni Þekkingarsetursins, í síma 423-7555.