Leikjanámskeið og Knattspyrnuskóli Þróttar
Í sumar verða rekin saman knattspyrnuskóli Þróttar og leikjanámskeið Borunnar fyrir börn fædd 2004 og 1.-3. bekk í grunnskóla. Námskeiðin verða eftirtaldar vikur: 14.-18. júní, 21.-25.júní, 28.júní-2.júlí, 5.-9.júlí, og 12.-16.júlí. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í boði.
Umsjónarmenn leikjanámskeiðanna og knattspyrnuskólans í sumar eru. Hanna Bára Andrésdóttir og S.Hilmar Guðjónsson. Markmið námskeiðanna er að börnin kynnast sem flestum útileikjum og verði virkir þátttakendur í þeim og hafi gaman af.
Skráning og greiðsla fer fram í félagsmiðstöðinni alla virka daga frá kl. 09:00-15:00.
Vinsamlegast athugið: 24 pláss eru á hverju námskeiði.
Frekari upplýsingar fást í félagsmiðstöðinni og í síma 440-6224.
Útilífsskóli Skáta-Vogabúar
Útilífsnámskeið, aldurshópurinn 8 – 12 ára kl 09-15
Námskeið 19. júlí – 23. júlí – útilega
Grallaranámskeið, aldurshópurinn 6 – 7 ára kl 09-15
Námskeið 9.ágúst - 13.ágúst
Útilífsnámskeið með útilegu 9000 kr
Grallaranámskeið 7500 kr
Veittur er 10% systkinaafsláttur af þessu verði. Þátttökugjald skal greiða á fyrsta degi námskeiðs eða áður en námskeið hefst.
Nánari upplýsingar og skráning fást á sandra@hraunbuar.is
Kofaborgir
Boðið verður upp á kofaborgir 21. júní 2. júlí. Þar gefst krökkum á aldrinum 8-12 ára tækifæri að smíða sér kofa.
Krakkarnir þurfa að koma sjálf með verkfæri eins og hamar og slíkt. Á svæðinu verður timbur og naglar.
Eftirlit og aðstoð verður á svæðinu frá kl. 09-12 og 13-15.
Í ár fá krakkarnir úthlutað lóð með efni og tilvalið að nokkrir taki sig saman um uppbygginguna.
Kostnaður fyrir efni í kofa og lóð er 10.000 kr.
Frekari upplýsingar fást í félagsmiðstöðinni og í síma 440-6224.
Golfnámskeið hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar
Boðið verður upp á golfnámskeið í sumar á svæði GVS við Kálfatjörn. Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur og kennt verður á mán-fim. 7.-24.júní.
Vanur golfkennari verður leiðbeinandi. Þátttökugjald er kr. 12.000 fyrir námskeiðið. Nánari upplýsingar kynntar síðar.
Skráning fer fram í Félagsmiðstöðinni í síma 440-6224.
Sjá nánar í sumarbæklingi Frístundastarfsins sem dreift hefur verið í öll hús.