Sumarið er komið og boltinn farinn að rúlla.

Meistaraflokkur Þróttar tekur að sjálfsögðu þátt í Íslandsmótinu, eins og undanfarin ár, en strákarnir spila í A riðli í 3. deildinni.

Á linknum hér fyrir neðan má sjá leikjaplan okkar manna í sumar:
http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=24188

Strákarnir í meistaraflokknum hafa þegar spilað tvo leiki á Íslandsmótinu í ár en báðir leikirnir voru útileikir. Sá fyrri tapaðist frekar stórt á móti KB frá Breiðholti en síðan náðu strákarnir sterku jafntefli á móti liði sem heitir Vængir Júpíters, leikurinn fór 0-0 í baráttuleik.

Fyrsti heimaleikur sumarsins er í kvöld, miðvikudag 1. júní,  
á móti liði sem heitir Stálúlfur. Leikurinn fer fram í Grindavík kl 20:00 en fyrstu þrír heimaleikirnir fara fram þar, þar sem nýja flotti völlurinn okkar er ekki alveg tilbúinn. Áætlað er að spila fyrsta heimaleikinn á nýja vellinum þann 8. júlí.

Strákarnir ætla sér ekkert annað en sigur í þessum leik. Við skorum á fólk að gera sér ferð út í Grindavík og styðja við bakið á strákunum.

ÁFRAM ÞRÓTTUR!