Sumargjöf

Síðasta vetrardag, kom yfirhershöfði Bláa hersins, Tómas J. Knútsson, færandi hendi hingað á bæjarskrifstofuna. Hann færði sveitarfélaginu ruslatínu og vinnuhanska að gjöf, sem táknræna sumargjöf og hvatningu til okkar allra um að huga vel að umhverfinu og láta okkur það varða. Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri tók við gjöfinni frá Tómasi. Um leið og Sveitarfélagið Vogar þakkar sumargjöfina þökkum við Tómasi og Bláa hernum ötult frumkvöðlastarf og hvatningu til bættrar umgengni á Suðurnesjunum. Það er sannarlega þarft verkefni sem varðar okkur öll

Gleðilegt sumar!