Sumarfréttir frá Félagsmiðstöðinni

Félagsmiðstöðin mun bjóða upp þrjú leikjanámskeið fyrir börn fædd 2000-2003 í júní-júlí.
Námskeiðin verða eftirtaldar vikur: 15.-19. júní, 22.-26. júní og síðan 29. júní-3. júlí.
Einnig verða tvö námskeið í ágúst en þau verða auglýst síðar.

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í boði. Námskeiðin standa frá kl 09:00-16:00. Verð fyrir fjögra daga námskeiðið er 4500kr, fyrir fimm daga námskeið 5000kr, síðan er í boði að þiggja hádegismat fyrir börnin fyrir 600kr á viku. Skráning er hafin í félagsmiðstöðinni.

Einnig verða í boði ýmis önnur námskeið.
Golfnámskeið á vegum GVS, tvær vikur í júní og tvær vikur á ágúst, 10.000kr námskeiðið.
Kofaborgir fyrir 8-12 ára sem verða 29. júní-10. júlí, þátttökugjald 1.000kr.
Ævintýranámskeið fyrir 7. bekk (f. 1996)
Námskeið á vegum Hlöðunnar í kvikmyndagerð, þátttökugjald 10.000kr. Skráning er hafin í félagsmiðstöðinni.

Vinnuskólinn verður starfrækur í sumar líkt og síðast liðin sumur, en þó með aðeins breyttu sniði. Unglingum í 8.-10. bekk gefst tækifæri á takmarkaðri vinnu sem og unglingum fæddir 1991 og 1992. Umsóknir fást í félagsmiðstöðinni.

Eins og undan farin ár verða matjurtagarðarnir á sínum stað. Beðin eru staðsett við gatnamótin inn í Voga. Eitt beð kostar 1.500 kr. innifalið er útsæði ca 4 kg og áburður. Skráning og greiðsla fer fram í Álfagerði hjá Sigrúnu Wiencke á milli kl. 09:00-13:00  alla virka daga.
Álfagerði: sími 440-6228.

Af óviðráðanlegum aðstæðum náðist ekki að prenta sumarbækling Félagsmiðstöðvarinnar í tæka tíð. En við vildum samt sem áður koma þessum upplýsingum til íbúa sem allra fyrst. Bæklingurinn mun þó koma út í næstu viku með öllum frekari upplýsingum.

Skrifstofa félagsmiðstöðvarinnar er opin alla virka daga milli 11:00-15:00.

Félagsmiðstöð
Sími: 440-6224

Frístunda- og menningarnefnd
Sveitarfélagsins Voga