Styrkveiting til nemenda

Hin árlega styrkveiting Sveitarfélagsins Voga úr Mennta-, menningar- og afrekssjóði fór fram í tengslum við fund bæjarstjórnar þann 28. júní s.l. Afhentir voru styrkir til þeirra ungmenna sem hafa lokið framhaldsskólanámi á tilsettum tíma, sem og þeim sem eru hálfnaðir með námið á tilsettum tíma. Með þessu móti vill sveitarfélagið sporna við brottfalli nemenda úr námi í framhaldsskóla. Þá var að auki þeim þremur nemendum sem náðu bestum árangri í 10. bekk Stóru-Vogaskóla vorið 2017 veittar sérstakar viðurkenningar í formi styrks. Á meðfyljandi myndum má sjá forseta bæjarstjórnar, Ingþór Guðmundsson, afhenda ungmennunum styrki sína.

Ljósmyndir: Sveinn V. Steingrímsson