Menningarráð Suðurnesja auglýsir eftir styrkumsóknum til Menningarráðs Suðurnesja vegna menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu á grunni samnings sveitarfélag á Suðurnesjum, menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis um menningarmál.
Umsóknarfrestur er framlengdur til 17. nóvember 2008.
Upplýsingar um styrkumsóknir verða veittar á skrifstofum allra sveitarfélaga á Suðurnesjum og á skrifstofu S.S.S., Iðavöllum 12b.
Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á vefsíðum S.S.S: http://menning.sss.is og á vefsíðum sveitarfélaganna og þar er að finna umsóknarform sem hægt er að prenta út.
Verkefni sem geta komið til greina:
1. Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað.
2. Nýsköpun á sviða lista og menningarstarfs.
3. Verkefni sem miða að fjölgun starfa.
4. Verkefni sem stuðla að eflingu fagþekkingar á sviði menningar og lista.
Skriflegum umsóknum skal skila í 7 eintökum á skrifstofu S.S.S, Iðavöllum 12b í síðasta lagi kl.16:00 mánudaginn 17. nóvember 2008.
Frístunda- og menningarfulltrúi Sveitarfélagsins Voga er reiðubúinn að veita nánari upplýsingar og aðstoð við umsóknarferli í síma 440-6225 olafur@vogar.is