Strandarhlaupið (áður Línuhlaup Þróttar Vogum) er hluti af fjölskylduhátíð sveitarfélagsins Voga og fer fram laugardaginn 15. ágúst kl 11:00. Allir hlauparar eru velkomnir, byrjendur sem og lengra komnir.
Vegalengdir
5 km og 10 km með tímatöku.
Staðsetning
Hlaupið verður ræst við íþróttahúsið í Vogum, Hafnargötu 17.
Hlaupaleiðir
5 km hlaupið er ræst við Íþróttamiðstöðina. Hlaupið er út Stapaveg þar sem komið er inná malarveg. Eftir 3 km er stuttur utanvegakafli uns komið er inná göngustígakerfi þar sem hlaupið er með sjónum, umhverfis Vogatjörn og að Íþróttamiðstöðinni.
10 km hlaupið er ræst við Íþróttamiðstöðina og liggur um Vatnsleysustrandarveg. 3 km eru á gömlum malarslóða, síðan á Vatnsleysustrandarvegi í fallegu sveitaumhverfi. Að lokum er hlaupinn einfaldur hringur á göngustígum bæjarins að Íþróttamiðstöðinni.
Drykkjarstöðvar
Drykkjarstöð er á miðri leið fyrir þá sem hlaupa 10 km.
Skráning
Skráning fer fram hér á hlaup.is. Athugið að skráningargjald hækkar á hlaupadegi og eru þátttakendur því hvattir til að forskrá sig. Forskráning er til miðnættis föstudaginn 14. ágúst 2015. Skráning á keppnisdegi verður í íþróttahúsinu frá kl. 10 til 10:40 fyrir hlaup.
Þátttökugjald
Verð í forskráningu fyrir 5 km og 10 km hlaup er eftirfarandi:
• 1.500 kr. fyrir 18 ára og eldri (f. 1997 og fyrr)
• 1.000 kr. fyrir 17 ára og yngri (f. 1998 og síðar)
Þátttökugjald hækkar um 500 kr á keppnisdag. Hlaupagögn verða afhent í Íþróttahúsinu á hlaupdegi frá kl 10:00.
Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki í báðum vegalengdum.
Almennar upplýsingar
Að hlaupi loknu er þátttakendum boðið upp á hressingu og veitingar í Íþróttamiðstöðinni þar sem verðlaunaafhendingin fer fram.
Skipuleggjendur
Ungmennafélagið Þróttur stendur fyrir hlaupinu. Frekari upplýsingar fást hjá Marteini framkvæmdastjóra í síma 865-3722 eða throttur@throttur.net.
Smella hér til að sjá auglýsingu.