Stóru-Vogaskóli - Atvinnuauglýsing

Stóru-Vogaskóli auglýsir eftir starfsmanni í Frístund og stuðningsfulltrúa í Stóru-Vogaskóla

Frístund:
Í Sveitarfélaginu Vogum er starfræktur frístundaskóli fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Þar verður nemendum boðið upp á tómstundir ýmiss konar, sem hæfa aldri þeirra og þroska að loknum skóladegi til klukkan 17.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn.
• Leiðbeina börnum í leik og starfi.
• Samráð og samvinna við börn og starfsfólk.
• Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk grunnskóla.

Stuðningsfulltrúi:
Við Stóru-Vogaskóla vantar stuðningsfulltrúa

Helstu verkefni og ábyrgð
• Vinnur undir verkstjórn kennara
• Leiðbeinir börnum í leik og starfi
• Þrif
 
Hæfniskröfur
• Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
• Áhugi á að vinna með börnum.
• Frumkvæði og sjálfstæði.
• Færni í samskiptum.

Í boði eru hlutastörf, 50% -76%
Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri. 

Umsóknarfrestur um stöðu stuðningsfulltrúa er til 12. ágúst en um stöðu starfsmanns í Frístund til 20. ágúst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Svava Bogadóttir  skólastjóri   og Jón Ingi Baldvinsson aðstoðarskólastjóri, Stóru-Vogaskóla í síma 440-6250.
Umsóknir má senda á skoli@vogar.is