Stórskemmtileg öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu.
Félagsmiðstöðin og 10. bekkingar í Stóru Vogaskóla héldu saman öskudagsskemmtun á öskudag sem heppnaðist mjög vel.
Andlitsmálning var í boði fyrir krakkana, kötturinn sleginn úr tunnunni, risarólan og hoppukastalar voru á staðnum og var ekki annað hægt en að sjá að allir skemmtu sér mjög vel.
10. bekkingar sáu um veitingasölu og var frábært að geta farið í félagsmiðstöðina, fengið sér sæti og notið veitinganna frá þeim. Allur ágóði af veitingasölu og aðgangseyri rann óskiptur til útskriftarferðar 10. bekkjar.
Kær kveðja félagsmiðstöðin og 10. bekkingar.