Þróttarar tóku á móti liði Afríku í gærkvöldi og voru yfirburðir Þróttara miklir. Það tók þó Vogamenn rúmlega hálftíma að brjóta Afríkumenn á bak aftur með marki úr vítaspyrnu. En Páll Guðmundsson skoraði af öryggi. Eftir þetta tóku Þróttarar öll völd á vellinum og Magnús Ólafsson bætti við tveimur mörkum fyrir hálfleik og einnig áttu Þróttarar slárarskot. Staðan því 3-0 í hálfleik. Fyrrihálfleikur var svipaður og sá fyrri. Þróttara með öll völd á vellinum en inn vildi boltinn ekki. Það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínútunum leiksins sem Þróttarar skoruðu. Reynir Þór Valson með bæði mörkin. Það fyrra á 80. mínútu og það seinna í viðbótartíma. Fyrir leik minntust bæði lið Ólafs Rafnssonar sem hefur verið öflugur málsvari íþrótta á Íslandi.
Næsti leikur Þróttara verður sannkallaður toppbaráttuslagur þegar þeir mæta Álftanesi á Bessastaðavelli mánudagskvöldið 1. júlí og byrjar leikurinn klukkan 20. Stuðningsmenn Þróttara verður með trommusveit á vellinum og þeir sem gera sér ferð fá bol merktum félaginu og litum félagsins til eignar. En fyrirtækið Bros og Þróttur Vogum eru með sameiginlegt verkefni í gangi sem ber heitið "brosum í sumar"
Staðan:
FélagLUJTMörkNetStig
1 KFG 5 410 13
2Þróttur V.641118 - 8 1013
3KFS640212 - 9 312
4Álftanes530214 - 6 89
5Kóngarnir621315 - 12 37
6Árborg5203 8 - 14 -66
7Stokkseyri5104 4 - 18 -143
8Afríka6015 2 - 19 -171