Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, sv. Garðs og sv. Voga óskar eftir að ráða liðveitanda til starfa í Vogum. Liðveisla er áhugavert og gefandi starf sem felst í því að veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun einstaklings með fötlun. Um er að ræða aðstoð til að njóta menningar og félagslífs og auka félagslega færni einstaklingsins svo dæmi sé tekið. Starfið er mjög einstaklingsbundið þar sem þarfir þjónustuþega eru hafðar að leiðarljósi. Vinnutími er sniðinn eftir þörfum allra aðila. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri og eru karlar jafnt sem konur hvattir til þess að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Björg Sigurðardóttir félagsráðgjafi hjá Félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga í síma 420-7555.