Fimmtudaginn 20. mars sl. lauk Stóru upplestrarkeppninni hér á okkar svæði. Úrslitin fóru fram í Grindavík að þessu sinni. Það eru nemendur 7. bekkjar í Grindavík, Garði og Vogum sem etja kappi. Undirbúningurinn hófst á degi íslenskrar tungu í nóvember s.l. Sigurdís Unnur Ingudóttir, nemandi í 7. bekk Stóru-Vogaskóla landaði öðru sæti í keppninni, glæsilegur árangur hjá okkar konu. Innilegar hamingjuóskir til Sigurdísar og Stóru-Vogaskóla með árangurinn.
Sjá nánar á heimasíðu Stóru-Vogaskóla hér.