Stofnfundur Suðurlinda ohf.

Stofnfundur Suðurlinda ohf. var haldinn í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla í gær, en hluthafar í félaginu eru; Grindavíkurkaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður og Sveitarfélagið Vogar.  Á fundinum voru staðfestar samþykktir fyrir félagið og kjörin 5 manna stjórn til eins árs.
 
Formaður var kjörinn Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri í Grindavík.  Aðrir stjórnarmenn eru Ellý Erlingsdóttir forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, Haraldur Þór Ólason bæjarfulltrúi Hafnarfirði,  Birgir Örn Ólafsson forseti bæjarstjórnar Vogum og Íris Bettý Alfreðsdóttir, bæjarfulltrúi Vogum.  

Í varastjórn voru kjörin þau:  Jóna Kristín Þorvaldsdóttir forseti bæjastjórnar Grindavíkur, Gunnar Svavarsson bæjarfulltrúi Hafnarfirði, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi Hafnarfirði, Hörður Harðarson formaður bæjarráðs, Vogum og Anný Helena Bjarnadóttir bæjarfulltrúi, Vogum.

Mynd:
Fyrsta stjórn Suðurlinda ohf.
Mynd af vef www.vf.is