Stíll 2009

Föstudaginn 30.10.2009 var haldin hönnunarkeppni Stíls 2009 sem er árlegur viðburður hjá Samfés en nú vorum við að keppa í undanúrslitum SamSuðs um hvaða lið kæmust áfram frá félagsmiðstöðvum af Suðurnesjum. Þemað var endurvinnsla.

Í ár voru 10 lið og voru það 2 lið frá Þrumunni Grindavík, 2 lið frá Eldingunni Garði, 2 lið frá Félagsmiðstöðinni Skýjaborg og 4 lið frá Borunni Vogum. En eins og í öllum keppnum komst bara eitt lið frá hverri félagsmiðstöð og voru það eftirfarandi lið frá félagsmiðstöðvunum. Barbie Girls frá félagsmiðstöðinni Borunni Vogum, Slaufurnar frá félagsmiðstöðinni Þrumunni Grindavík, Oreo frá félagsmiðstöðinni Eldingu Garði og Glitter frá félagsmiðstöðinni Skýjaborg Sandgerðisbæ.

Einnig var valinn einn sigurvegari yfir alla keppnina og var það hópurinn Barbie Girls frá Vogum. Hópinn skipa: Aníta Máney Jónsdóttir, Kristjana Rut Atladóttir, Fanney Sigurðardóttir og Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir. Þær munu svo keppa fyrir hönd Borunnar í Samfés Stíl laugardaginn 21. nóvember í Vetrargarðinum í Smáralind.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá módelin sem kepptu fyrir hönd Borunnar, f.v. Andrea Rún Magnúsdóttir, Sóley Ósk Hafsteinsdóttir, Aníta Máney Jónsdóttir og Melkorka Rós Hjartardóttir. Hægt er að sjá fleiri myndir á facebooksíðu Borunnar.

Viljum við þakka öllum keppendum kærlega fyrir þátttökuna og voru öll liðin með frábæra hönnun og vonum við að unglingarnir í liðunum haldi áfram að hanna, farða og greiða.

Með kveðju,
Félagsmiðstöðin Boran


Aníta Máney

Barbie Girls;
Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir, Kristjana Rut Atladóttir, Aníta Máney Jónsdóttir og Fanney Sigurðardóttir