Íþróttamaður Voga fyrir árið 2011 var útnefndur 29. mars s.l. við hátíðlega athöfn á árshátíð Stóru Vogaskóla. Frístunda- og menningarnefnd stóð að útnefningunni og voru fjórir íþróttamenn tilnefndir að þessu sinni.
Þeir voru: Hákon Þór Harðarson, knattspyrnumaður, Jónas Bragi Hafsteinsson, handknattleiksmaður, Steinar Freyr Hafsteinsson, kraftlyftingamaður og Sveinn Ólafur Lúðvíksson, sundmaður.
Val frístunda- og menningarnefndar var ekki auðvelt þar sem allir íþróttamennirnir eru frambærilegir, hafa náð glæsilegum árangri og eru öðrum góðar fyrirmyndir.
Íþróttamaður Voga 2011 var valinn Steinar Freyr Hafsteinsson, kraftlyftingamaður. Hann er fæddur árið 1994 og hefur æft kraftlyfingar í tvö ár með Massa í Njarðvík. Steinar átti afar gott ár 2011 og setti fjölda Íslandsmeta. Hann er því vel að titlinum kominn. Þess má geta að Steinar var líka valinn lyftingamaður Reykjanesbæjar 2011.
Við óskum öllum þessum glæsilegu íþróttamönnum og aðstandendum þeirra til hamingju með þeirra árangur.