Skólamötuneyti
Sveitarfélagið Vogar auglýsir laus til umsóknar tvö störf í skólamötuneyti, matreiðslu og framreiðslu máltíða.
Óskað er eftir umsóknum frá matreiðslumanni og eða matráð auk starfsmanns í eldhúsi.
Eldaður verður hádegismatur fyrir nemendur og starfsfólk leik- og grunnskóla auk þess sem eldri borgarar geta keypt máltíðir. Máltíðir grunnskóla verða framreiddar í Tjarnarsal sem er við Stóru-Vogaskóla. Leikskóli fær matinn sendan.
Öll matreiðsla á að fara fram í eldhúsi sem er við Tjarnarsal. Matreiðsla verði samkvæmt viðmiðum heilsuleikskóla og Lýðheilsustöðvar.
Nánari upplýsinga veita Svava Bogadóttir, netfang svavab@vogar.is María Hermannsdóttir, netfang maja@vogar.is eða Eirný Vals netfang eirny@vogar.is
Umsóknarfrestur er til 15. júlí.
Miðað er við að starfsmenn hefji störf 3. ágúst, 2010