Starfsmaður óskast á umhverfis- og skipulagssviði

Laust er til umsóknar starf aðstoðarmanns á umhverfis- og skipulagssviði Sveitarfélagsins Voga. Starfsmaðurinn starfar með sviðstjóra við alla almenna meðferð byggingar-, umhverfis- og skipulagsmála svo sem samskipti við umsækjendur, hönnuði, stofnanir, íbúa og fleira. Um er að ræða 100% starf.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Móttaka og afgreiðsla erinda sem sviðinu berast.
  • Skráning í skjalakerfi sveitarfélagsins og gagnagrunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar.
  • Samskipti við hönnuði, byggingaraðila og íbúa.
  • Ýmis önnur verkefni sem tengjast umhverfis- og skipulagssviði sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking eða reynsla á sviði byggingar-, umhverfis- og skipulagsmála æskileg
  • Þekking á lagaumhverfi málaflokksins kostur
  • Þekking eða reynsla af stjórnsýslu og lagaumhverfi sveitarfélaga kostur
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
  • Góð samskiptahæfni og þjónustulund
  • Góð almenn tölvukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Jákvætt viðhorf og geta til að vinna undir álagi

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2023.

Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað á netfangið david@vogar.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Davíð Viðarsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs í síma 440-6200 eða á ofangreint netfang.